Opna hverfiskaffihús í Vesturbænum; á apótekshorni v.Hofsvg.
Í stað þess að mætast bara á ýmsum götuhornum, í Melabúðinni, Kjötborg og Vesturbæjarlaug og spjalla saman, væri notalegt að geta sest niður með kaffi, kakó, bjór eða vín og ekki verra að á þessum stað er pláss fyrir útiborð og -stóla og sólríkt á sumardögum. Hvað þá þegar nú stendur til að gera Hofsvallagötuna fólks- og fjölskylduvænni.
Sjáið tengilinn á kastljósþáttinn um fólk með þroskahömlun í HÍ.
Reykjavíkurborg á ekki að stofna fyrirtæki og vera í samkeppni við einkaaðila. Þeir hafa því ekkert með það að gera að vera að stofna kaffihús eða nokkurn annan slíkan rekstur.
Styð kaffihús á þessum stað en ekki krá.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation